Ferill 373. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Prentað upp.

Þingskjal 1062  —  373. mál.
Leiðréttur texti.

2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum er varða rannsókn og saksókn skattalagabrota (tvöföld refsing, málsmeðferð).

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (ÓBK, BN, BHar, ÓGunn, ÞórP).


     1.      Við 1. gr.
                  a.      A-liður orðist svo: Í stað orðanna „Ráðherra skipar skattrannsóknarstjóra ríkisins“ í 1. málsl. kemur: Ríkisskattstjóri skipar skattrannsóknarstjóra.
                  b.      B-liður falli brott.
                  c.      Við bætist nýr liður, svohljóðandi: Fyrirsögn á undan greininni orðast svo: Skattrannsóknarstjóri.
     2.      Á eftir 1. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                      Í stað orðanna „skattrannsóknarstjóra ríkisins“ í 1. mgr. og „skattrannsóknarstjóri ríkisins“ í 2. mgr. 94. gr. og sömu orða hvarvetna annars staðar í lögunum nema í 3. mgr. 97. gr. og í fyrirsögn á undan 103. gr. kemur, í viðeigandi beygingarfalli: skattrannsóknarstjóri.
     3.      Í stað orðanna „sendingu þess til meðferðar lögreglu sbr. 3. mgr. 121. gr.“ í 2. gr. komi: því að vísa því til meðferðar lögreglu, sbr. 2. mgr. 121. gr.
     4.      3. gr. orðist svo:
                      Eftirfarandi breytingar verða á 3. mgr. 97. gr. laganna:
                  a.      Í stað orðanna „við embætti skattrannsóknarstjóra ríkisins“ í 1. málsl. kemur: hjá skattrannsóknarstjóra.
                  b.      Í stað orðanna „embættis skattrannsóknarstjóra ríkisins“ í 2. málsl. kemur: skattrannsóknarstjóra.
     5.      Við 5. gr. bætist nýr liður, svohljóðandi: Í stað orðanna „krefja framangreinda aðila“ í 2. málsl. 1. mgr. 106. gr. kemur: krefjast.
     6.      Við 7. gr.
                  a.      Orðin „skv. 4. mgr. 110. gr. þá“ í 1. efnismgr. falli brott.
                  b.      Í stað orðanna „rannsókn máls vegna skattalagabrots skuli endursend“ í 4. efnismgr. komi: mál sem er til rannsóknar vegna skattalagabrots skuli endursent.
     7.      Í stað orðanna „skattrannsóknarstjóra skal“ í 1. málsl. 2. efnismgr. 9. gr. komi: skal skattrannsóknarstjóri.
     8.      11. gr. orðist svo:
                      Í stað orðanna „skattrannsóknarstjóra ríkisins“ og „skattrannsóknarstjóri ríkisins“ í 1. mgr., tvívegis í 2. mgr. og 4. mgr. 25. gr., 2. og 3. mgr. 26. gr. og 3. mgr. 31. gr. laganna kemur, í viðeigandi beygingarfalli: skattrannsóknarstjóri.
     9.      Við 14. gr.
                  a.      Í stað orðanna „Á eftir 30. gr.“ í inngangsmálslið komi: Á undan 31. gr.
                  b.      Í stað orðanna „rannsókn máls vegna skattalagabrots skuli endursend“ í 4. efnismgr. komi: mál sem er til rannsóknar vegna skattalagabrots skuli endursent.
     10.      Í stað „skv. 4. mgr.“ í 1. málsl. efnismálsgreinar a-liðar 15. gr. komi: sbr. 5. mgr.
     11.      18. gr. orðist svo:
                      Í stað orðanna „tilkynna það skattrannsóknarstjóra ríkisins sem tekur ákvörðun“ í 2. málsl. 1. mgr. 16. gr. laganna kemur: beina því til skattrannsóknarstjóra að ákveða.
     12.      Við 21. gr.
                  a.      Í stað „skv. 4. mgr.“ í 1. efnismálsl. a-liðar komi: sbr. 5. mgr.
                  b.      F-liður orðist svo: Í stað orðanna „skattrannsóknarstjóra ríkisins eða Rannsóknarlögreglu ríkisins“ í 1. málsl. 7. mgr. kemur: skattrannsóknarstjóra eða héraðssaksóknara.
     13.      Í stað orðanna „ef máli hefur“ í a-lið 24. gr. komi: því hafi.
     14.      Við 26. gr.
                  a.      Í stað tilvísunarinnar „4. málsl. 4. mgr.“ í inngangsmálslið komi: 3. málsl. 4. mgr.
                  b.      Í stað orðsins „skattalagabrota“ í efnismálslið komi: brota.
     15.      Við 27. gr.
                  a.      A-liður orðist svo: Í stað orðanna „við embætti skattrannsóknarstjóra ríkisins“ í 3. málsl. 6. mgr. kemur: hjá skattrannsóknarstjóra.
                  b.      B-liður falli brott.
     16.      Á eftir 27. gr., er verði 28. gr., komi tvær nýjar greinar, svohljóðandi:
                  a.      (29. gr.)
                      Á eftir 27. gr. B laganna kemur ný grein, 27. gr. C, svohljóðandi:
                      Ef máli er vísað til meðferðar hjá lögreglu verður ekki lagt á álag skv. 1. og 2. mgr. 27. gr. meðan mál er til rannsóknar eða saksóknar.
                      Telji héraðssaksóknari ekki tilefni til að ljúka rannsókn máls eða felli hann mál niður að hluta til eða öllu leyti skal hann endursenda málið til ríkisskattstjóra. Getur ríkisskattstjóri þá lagt á álag skv. 1. og 2. mgr. 27. gr. óháð því hvort endurákvörðun skv. 26. gr. hafi þegar farið fram.
                      Gefi héraðssaksóknari út ákæru sem leiðir til sýknu eða sakfellingar með endanlegum dómi verður álag ekki lagt á vegna þeirra ákæruatriða sem þar komu fram. Sýkna vegna kröfu um refsingu kemur þó ekki í veg fyrir endurákvörðun virðisaukaskatts skv. 26. gr.
                      Lögregla getur ákveðið að mál sem er til rannsóknar vegna skattalagabrots skuli endursent til skattyfirvalda til meðferðar og ákvörðunar ef ekki eru talin fyrir hendi skilyrði fyrir útgáfu ákæru vegna meintrar refsiverðrar háttsemi.
                  b.      (30. gr.)
                      Í stað orðanna „skattrannsóknarstjóri ríkisins“ tvívegis í 5. mgr. 28. gr. og „skattrannsóknarstjóra ríkisins“ í 1. mgr. 38. gr. laganna og sömu orða hvarvetna annars staðar í lögunum kemur, í viðeigandi beygingarfalli: skattrannsóknarstjóri.
     17.      Í stað b- og c-liðar 29. gr. komi nýr liður, svohljóðandi: Í stað orðanna „Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er skattrannsóknarstjóra ríkisins eða löglærðum fulltrúa hans“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: Við ákvörðun sektar skv. 1. mgr. er skattrannsóknarstjóra.
     18.      A-liður 30. gr. orðist svo: Í stað orðanna „skattrannsóknarstjóri ríkisins“ í 2. málsl. 1. mgr. og 2. málsl. 2. mgr. og orðanna „skattrannsóknarstjóra ríkisins“ í 3. mgr. kemur: skattrannsóknarstjóri; og: skattrannsóknarstjóra.
     19.      A-liður 31. gr. orðist svo: Í stað orðanna „Skattrannsóknarstjóri ríkisins“ í 2. málsl. 1. mgr. og 2. málsl. 2. mgr. og orðanna „skattrannsóknarstjóra ríkisins“ í 4. mgr. kemur: Skattrannsóknarstjóri; og: skattrannsóknarstjóra.
     20.      Við 35. gr.
                  a.      C-liður orðist svo: 3. málsl. 1. mgr. fellur brott.
                  b.      Á eftir d-lið komi nýr liður, svohljóðandi: Orðið „ríkisins“ í 1. málsl. 3. mgr. og 1. málsl. 4. mgr. fellur brott.
     21.      Í stað „1. janúar 2021“ í 1. mgr. 39. gr. komi: 1. maí 2021.
     22.      Orðin „og koma til framkvæmda 1. janúar 2021“ í 1. málsl. 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða falli brott.